Við fengum Veltibílinn í heimsókn í vikunni sem er þessa dagana að ferðast milli allra grunnskóla á Austurlandi, frá Hofi í Öræfum og austur að Þórshöfn.
Veltibíllinn er verkefni á vegum bindindisfélags ökumanna en það félag hefur verið brautryðjandi í umferðaröryggismálum og hefur Veltibíllinn verið það tæki sem nýst hefur hvað best í baráttunni fyrir aukinni notkun bílbelta.
Þeir sem vildu, fengu að prófa að setjast inn í bílinn og voru menn vandlega spenntir niður í bílbeltin. Svo snérist bíllinn með nemendur innanborðs og varð þá öllum ljóst hversu mikilvægu hlutverki bílbeltin gegna, að notkun þeirra sannarlega bjargar.
Hér má sjá fleiri myndir.
|
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |