Í íslensku í vetur hafa nemendur 9.bekkjar lesið Laxdælu, eina af vinsælustu Íslendingasögurnar enda er þar um ástarþríhyrning að ræða. Í lok hvers kafla tóku þau próf úr efninu en að lestri bókarinnar loknum unnu þau úr efni sögunnar með skapandi hætti. Þar má nefna smíðagripi s.s. skeið og skjöld, leirbolla, þrívíddarlíkön, kjól og motur (höfuðklút). Verkefnin eru unnin frá grunni af nemendum og sýndu þeir þrautseigju og voru lausnamiðaðir í vinnu sinni.
Við í Grunnskóla Reyðarfjarðar erum svo lánsöm að búa yfir samhentum hópi kennara og því fengu nemendur ómælda aðstoð frá verkgreinakennurunum þeim Heklu, Thelmu Rún, Sigurborgu og Guðnýju Helgu auk Þuru, þúsundþjalasmiðs. Auk þess nutum við aðstoðar Ólafar, kennara í Fablab við VA og er gaman að sjá nemendur færa þekkingu sína úr verknámi í VA yfir í vinnu í grunnskólanum.
Myndir af verkefnum nemenda má sjá hér
|
Heiðarvegur 14a 730 Reyðarfjörður Sími á skrifstofu: 470 9200 Netfang: rey@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |