Vetur konungur ræður enn ríkjum

Þegar sólin datt í hús hjá okkur fylltumst við tilhlökkun og von um að nú væri vetur í rénum. En í morgun var alhvít jörð sem minnti okkur á að vetur konungur ræður enn ríkjum.

Þá er um að gera að reyna að hafa gaman af snjónum eftir fremsta mætti. Eitt af því sem snjór og klaki getur gefið okkur eru allskyns kynjamyndir sem gaman er að reyna að sjá eitthvað skemmtilegt úr. Þessi skemmtilegi hvíti hrafn tók til dæmis á móti okkur á hlaðinu einn kaldan vetrardag fyrir nokkru.