Vor, eða ekki?

Menn bjarga sér. Pókóvöllurinn mokaður enda vor í lofti, að mati nemenda.
Menn bjarga sér. Pókóvöllurinn mokaður enda vor í lofti, að mati nemenda.

Við erum öll farin að hlakka til vorsins. Góða veðrið undanfarna daga hefur ýtt undir tilhlökkun okkar. 

Í góða veðrinu hafa boltar verið teknir fram og hafa sumir jafnvel dregið fram hjólin sín. Borið hefur á því að nemendur komi heldur léttklæddir þessa dagana, í sumarjökkum og léttum strigaskóm. 

Við viljum minna á að það er enn vetur og allra veðra von. Við viljum ekki fá hjólin strax, alla vegana alls ekki upp á skólalóð. Við hvetjum líka nemendur að klæðast kuldaskóm áfram eða stígvélum. Munum að klæða okkur í samræmi við veður og færð en mikil bleyta er uppi á velli og hafa nemendur verið mjög blautir í fætur undanfarna daga.