Vor í Fjarðabyggð

Þessa dagana stendur yfir vorhreinsun í Fjarðabyggð þar sem íbúar, stofnanir og fyrirtæki eru hvött til að leggja sitt að mörkum til að gera umhverfi okkar sem snyrtilegast.

Nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa ekki látið sitt eftir liggja og tekið þátt í átakinu. 6. bekkingar fóru út að tína rusl tvo daga í röð og var af nógu að taka.