Fréttir

Gleðileg jól!

Nú er jólafríið hafið. Skóli og Skólasel hefjast aftur á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar 2018. Starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar gott samstarf á árinu sem er að líða
Lesa meira

Hrollvekjandi gleði á dögum myrkurs

Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar gera sér glaðan dag á Dögum myrkurs. Þá koma menn ýmist svartklæddir eða í grímubúningum.
Lesa meira

5. bekkur í náttúrufræði í Rjóðrinu

Í dag fóru Eydís og Valla með 5.bekk í náttúrufræði í Rjóðrið. Á leiðinni tíndum við laufblöð og sveppi en við höfum verið að fræðast um skóga, tré og sveppi í náttúrufræðibókinni okkar í vikunni. Allir voru duglegir og áhugasamir og tíndu heilan helling. Við spáðum og spekúleruðum í hinum ýmsu jurtum, laufblöðum og sveppum.
Lesa meira